Helga Guðrún íhugar framboð til formanns VR

Helga Guðrún Jónasdóttir
Helga Guðrún Jónasdóttir

Helga Guðrún Jón­as­dótt­ir, sem starfaði m.a. sem upp­lýs­inga­full­trúi Fjarðabyggðar og sam­skipta­stjóri Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, íhug­ar fram­boð til for­manns VR. Sitj­andi formaður er Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son.

Helga Guðrún seg­ir í sam­tali við mbl.is að hún hafi verið hvött til þess að fara fram en ekk­ert sé ákveðið í þeim efn­um. „Það er verið að hvetja mig en ég er ekki búin að taka ákvörðun. Ég er bara að skoða mál­in í ró­leg­heit­um,“ seg­ir Helga.

Helga starfaði sem ráðgjafi fyr­ir VR um alda­mót­in og bauð sig fram til for­manns VR árið 2011 en tapaði for­manns­kjöri naum­lega fyr­ir Stefáni Ein­ari Stef­áns­syni.

„Ég hef alltaf haft mik­inn áhuga á mál­efn­um VR og hef látið mig þau varða í gegn­um tíðina,“ seg­ir Helga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert