Þjóðvegi 1 við Jökulsá á Fjöllum hefur verið lokað að nýju vegna hættu á krapaflóði í ánni. Staðan verður metin aftur í fyrramálið.
Hreiðar Hreiðarsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Húsavík, sagði við mbl.is í morgun að engar skemmdir hafi orðið á brúnni yfir Jökulsá á Fjöllum og ekki er vitað til þess að vegurinn sé skemmdur. Búið er að stinga í gegnum krapann að mestu leyti en ekki er talið þorandi að láta bíla vera þarna eftirlitslausa ef krapinn færi af stað.
Athugið: Búið er að loka Hringveginum við Jökulsá á Fjöllum (1) vegna hættu á krapaflóði í ánni. Athugað verður með opnun í fyrramálið. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 27, 2021