Hringveginum við Jökulsá á Fjöllum lokað

Við Jökulsá á Fjöllum.
Við Jökulsá á Fjöllum. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Þjóðvegi 1 við Jökulsá á Fjöllum hefur verið lokað að nýju vegna hættu á krapaflóði í ánni. Staðan verður metin aftur í fyrramálið.

Hreiðar Hreiðarsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Húsavík, sagði við mbl.is í morgun að engar skemmd­ir hafi orðið á brúnni yfir Jökulsá á Fjöllum og ekki er vitað til þess að veg­ur­inn sé skemmd­ur. Búið er að stinga í gegn­um krap­ann að mestu leyti en ekki er talið þor­andi að láta bíla vera þarna eft­ir­lits­lausa ef krap­inn færi af stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka