Þjóðarleikvangur aftur á dagskrá

Drög að leikvangi eftir arkitektastofu Zaha Hadid, hins heimskunna arkitekts …
Drög að leikvangi eftir arkitektastofu Zaha Hadid, hins heimskunna arkitekts sem lést 2016. Stofansýndi verkinu mikinn áhuga, að sögn Guðna, en samstarfið kom til í gegnum EON arkitekta á Íslandi. Teikning/Zaha Hadid arkitektar

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að með vorinu verði ráðist í markaðskönnun á rekstri nýs þjóðarleikvangs í Laugardal. Með því verði fylgt eftir valkostagreiningu AFL arkitekta sem unnin var fyrir félagið Þjóðarleikvang ehf.

Hluthafar eru ríki, borg og KSÍ, en ekki hefur verið rætt formlega um hvernig kostnaðurinn við leikvanginn muni skiptast milli þeirra.

Fjallað er ítarlega um áformin í ViðskiptaMogganum í dag. Að sögn Guðna er m.a. horft til þess að með nýjum leikvangi megi halda nokkra stórtónleika á ári með skærustu stjörnum tónlistarinnar.

Að mati AFL kemur helst til álita að byggja 15.000 eða 17.500 manna völl, en yfirbyggt þak auki notkunarmöguleika. Kynntar eru ólíkar útfærslur sem kosta 8,6-15,8 milljarða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert