Verð á tollkvótum hækkar

Nautasteik úr innfluttu kjöti mun væntanlega hækka í verði.
Nautasteik úr innfluttu kjöti mun væntanlega hækka í verði. mbl.is/Ómar Óskarsson

Verð á tollkvóta nautgripakjöts, svínakjöts og alifuglakjöts hækkaði við útboð fyrir innflutning frá Evrópusambandinu vegna fyrstu fjögurra mánaða þessa árs. Verðið hækkaði verulega frá síðasta ári vegna breyttra útboðsreglna.

Þótt verðið sé hærra en það var á síðasta ári þegar það var í lágmarki er það lægra en var fyrstu árin eftir að samið var við ESB um heimildir til aukins innflutnings. Verð á tollkvótum fyrir osta hefur verið jafnara en er samt lægt en verið hefur undanfarin fimm ár, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Þrátt fyrir samdrátt í eftirspurn eftir búvörum vegna fækkunar ferðafólks hefur innflutningur haldið áfram, meðal annars samkvæmt samningi Íslands og ESB sem tók gildi á árinu 2018. Innflutningur á lágum tollum, samkvæmt sérstökum samningum, hefur aukist mikið frá því sem áður var. Hefur innflutningurinn valdið vandræðum í innlendu framleiðslunni enda má segja að samdráttur vegna brottfalls erlendra ferðamanna af markaðnum hafi bitnað að mestu leyti á innlendu framleiðslunni. Þannig jukust birgðir verulega á síðasta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert