Vilja vel stæða ferðamenn til landsins

Strokkur vekur oft hrifningu ferðalanga.
Strokkur vekur oft hrifningu ferðalanga. mbl.is/Árni Sæberg

Vilji ferðaþjónustunnar stendur til þess að mögulegt verði að taka á móti litlum hópum af vel stæðum ferðamönnum sem kæmu til Akureyrar á einkaþotum. Við komuna myndu þeir framvísa Covid-prófi og vera prófaðir hér.

Þá yrðu þeir fluttir á dvalarstað og myndu stunda afþreyingu sína fjarri mannabyggð. Hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu hafa síðan í vor átt í viðræðum við sóttvarnayfirvöld um tilslakanir á sóttvarnareglum.

Markaðsstofur landshlutanna taka ríkan þátt í því að undirbúa ferðaþjónustuaðila fyrir sumarið. Viðbúið er að aftur verði um ferðasumar Íslendinga að ræða og horfa nú margir til þess að bjóða upp á spennandi tilboð í gistingu, mat og afþreyingu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert