193 þúsund króna munur á ári

Grunnskólabörn að leik.
Grunnskólabörn að leik. mbl.is/Styrmir Kári

Í nýrri könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði um þjónustu fyrir grunnskólabörn kemur fram að ef öll gjöld fyrir börnin eru tekin saman, þ.e. fyrir skóladagvistun, síðdegishressingu og skólamat, er Seltjarnarnes með hæstu gjöldin en Fjarðabyggð þau lægstu.

Gjöldin á Seltjarnarnesi eru 43.876 krónur en í Fjarðarbyggð 22.470 krónur. Munurinn á hæstu og lægstu gjöldum er því 95%, eða 21.406 krónur á mánuði. Það gerir 192.654 krónur á ári sé miðað við níu mánuði, að því er segir í tilkynningu frá ASÍ.

Seltjarnarnes.
Seltjarnarnes.

Mesta hækkunin á Akranesi

Heildargöldin fyrir skóladagvistun, síðdegishressingu og skólamat hækka mest á Akranesi, eða um um 6,5% og næstmest hjá Reykjanesbæ, 5,1%. Gjöldin lækka mest hjá Fjaðrabyggð um 10,7% en standa í stað í Vestmannaeyjum.

Gjöld fyrir dagvistun og síðdegishressingu hækka mest milli ára hjá Reykjanesbæ, 4,4% og næst mest hjá Seltjarnarnesbæ, 4,1%. Sömu gjöld standa í stað í Vestmannaeyjum en hækka á bilinu 2-3% hjá öðrum sveitarfélögum.

Frá Akranesi.
Frá Akranesi. mbl.is

Skólamatur lækkar mest hjá Fjarðabyggð

Verð á skólamat hækkar mest hjá Akraneskaupstað eða um 20,1% en lækkar mest hjá Fjarðarbyggð, um 50%. Verð á skólamat stendur í stað hjá Reykjavíkurborg og Vestmannaeyjabæ. Verðhækkanir á skólamat í öðrum sveitarfélögum eru á bilinu 1,9-7%.

Seltjarnarnes er með hæstu gjöldin fyrir skóladagvistun og hressingu, 32.704 krónur, en Vestmannaeyjar þau lægstu, 15.938 kr. Hæstu gjöld fyrir skólamat eru hjá Ísafjarðarbæ, 11.430 kr. en þau lægstu í Fjarðarbyggð, 3.150 kr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert