22.000 jarðskjálftar

Grindavík. Umbrot hófust meðkvikusöfnun undir Þorbirninum.
Grindavík. Umbrot hófust meðkvikusöfnun undir Þorbirninum. mbl.is/Sigurður Bogi

Alls 22 þúsund jarðskjálftar, flestir vægir og undir 3 að styrk, hafa mælst á Reykjanesskaganum síðasta árið, eða frá því umbrot hófust í Grindavík 26. janúar í fyrra. Þann dag kom í ljós að jörð á svæðinu hafði risið um tvo sentimetra á fimm sólarhringum. Þá var lýst yfir óvissustigi almannavarna sem er enn í gildi.

„Á Reykjanesskaganum er nú meiri óróleiki en við höfum áður séð,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Virknin er að mestu frá Reykjanestá að Kleifarvatni og þó breytileiki sé milli vikna er heildarmyndin sú að skjálftavirkni á svæðinu hefur ekki mælst ákafari frá því stafrænar mælingar hófust árið 1991. Síðustu mánuði hafa órói og upptök sjálfta svo verið að færast lengra til austurs, í átt að Krýsuvík. Er þar skemmst að minnast jarðskjálfta 20. október í fyrra, sem átti upptök sín ekki langt frá Djúpavatni og var 5,6 að styrk.

Atburðarásina á Reykjanesskaganum síðasta árið segir Kristín eðlilegt að setja í stórt samhengi og draga ályktanir. Gera verði ráð fyrir að spenna sé að safnast í jörðu á svæðinu milli Kleifarvatns og Bláfjalla, sem losni ekki nema í stórum skjálfta, hvenær sem hann komi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert