Það er eins gott að vera með allt á hreinu áður en tekið er á loft með fallhlíf og svifið um loftin blá. Græjurnar þurfa að vera traustsins verðar og handtökin fumlaus. Æfingin er því mikilvæg og það var ekki annað að sjá að svifflugmennirnir sem æfðu sig í Hafnarfirði í dag væru með allt á hreinu.
Í myndskeiðinu má sjá brot af tilþrifunum sem þau sýndu á túninu við beygjuna út á Álftanes í björtu og fallegu en köldu veðri í dag.