Gekk vel að slökkva eld í Fellsmúla

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins að störfum.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allt tiltækt slökkvilið var sent í Fellsmúla nú á sjöunda tímanum eftir að eldur kom upp í blokkaríbúð á þriðju hæð.

Eldurinn kom upp í eldhúsi íbúðarinnar og gekk slökkvistarf vel, að sögn varðstjóra slökkviliðs.

Verið er að reykræsta húsið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert