„Þetta gekk mjög vel. Var erfitt og snúið á köflum en kláraðist klukkan hálfellefu í gærkvöldi,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra, í samtali við mbl.is.
Stór snjóhengja fyrir ofan hús Vesturfarasetursins á Hofsósi var brytjuð niður en rýma þurfti hafnarsvæðið vegna snjóflóðahættu aðfaranótt miðvikudags.
„Nú er verið að hreinsa svæðið og verja að það komi aftur svona hengjumyndun í vetur,“ segir Stefán.
Hættuástandi hefur verið aflýst en svæðið er enn lokað á meðan hreinsunarstarf er í gangi.
Stefán býst við því að svæðið verði lokað fram eftir degi.