Kynna uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli

Leifsstöð. Isavia boðar fjárfestingu.
Leifsstöð. Isavia boðar fjárfestingu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Isavia áformar að hefja í ár framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli sem eru fyrsta skref í þróunar- og uppbyggingaráætlun vallarins. Kostnaður er áætlaður tæpir 12 milljarðar.

Rúmur helmingur, eða 7,3 milljarðar, fer í viðbyggingu við austurálmu. Annar dýrasti liðurinn er lagning flugbrautar fyrir 2,4 milljarða.

Greint var frá þessum áformum á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins en samantekt þeirra bendir til að hið opinbera áformi framkvæmdir fyrir 139 milljarða í ár, að því er fram kemur í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert