Landspítalinn skoðar mál Þórdísar

Landspítalinn mun skoða mál Þórdísar, sem er hér til vinstri.
Landspítalinn mun skoða mál Þórdísar, sem er hér til vinstri. Samsett mynd

Landspítalinn ætlar að skoða mál Þórdísar Brynjólfsdóttur, sem hefur beðið í þrjú ár eftir brjóstnámi og uppbyggingu brjósta án þess að hafa nokkurn tímann verið sett á biðlista.

Þetta kemur fram í svari Stefáns Hrafns Hagalín, deildarstjóra samskiptadeildar Landspítalans, við fyrirspurn mbl.is.

Hann segir Landspítalann taka allar ábendingar um alvarleg atvik eða þjónusturof mjög alvarlega. Spítalinn muni skoða málið og greina eins og önnur slík atvik sem hann verður áskynja um eða vakin er athygli á.

„Öryggi sjúklinga er ein af kjarnastoðum starfsemi Landspítala. Þeir eru um 120 þúsund talsins árlega. Við getum hins vegar aldrei tjáð okkur um aðstæður eða málsatvik þegar kemur að málefnum einstakra skjólstæðinga Landspítala, enda lúta þau ströngum persónuverndarkröfum, trúnaði og lögum um réttindi og skyldur heilbrigðisstarfsfólks,“ segir í svarinu.

Engin beiðni 

Þórdís greind­ist með krabba­mein í öðru brjóst­inu fyr­ir níu árum síðan og hef­ur því annað brjóst henn­ar þegar verið fjar­lægt. Þá kom í ljós að hún væri með BRCA-genið sem eyk­ur lík­ur á brjóstakrabba­meini veru­lega. 

Hún komst fyrst að því í fe­brú­ar eða mars í fyrra að eng­in beiðni hefði verið gerð fyr­ir hana um að fara í aðgerð eða þá að hún hefði týnst. Þá fékk hún af­sök­un­ar­beiðni frá nokkr­um starfs­mönn­um spít­al­ans. Einnig fékk hún þau skila­boð að hún færi fremst á list­ann þegar aðgerðirn­ar færu aft­ur af stað eft­ir kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn.  

Í gær ákvað hún að leita upp­lýs­inga um stöðu sína á biðlist­an­um og komst þá að því að aft­ur hafði beiðnin týnst eða hún aldrei verið gerð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert