Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð hélt Janúarráðstefnu sína í dag sem bara yfirskriftina Nýtt upphaf! Meðal gesta voru Sasja Beslik, framkvæmdastjóri sjálfbærra fjárfestinga hjá J. Safra Sarasin bankanum í Sviss. Sagið hann m.a. að „Sjálfbærar fjárfestingar skila ekki bara hagnaði heldur hagstæðum og sjálfbærum fjárfestingum til framtíðar og eru lykilatriði í barráttunni við loftslagsvána.“
Jafnframt sagði Beslik að Covid-19 hafi varpað ljósi á það hversu nátengd og viðkvæm við erum fyrir miklum breytingum sem tengjast faraldrinum og að það segi okkur líka hverjar afleiðingar loftslagsbreytinga geta verið.
Í tilkynningu frá Festu segir að yfirskrift ráðstefnunnar í ár sé „The Great Reset! eða Nýtt upphaf! sem er jafnframt heiti á átaki World Economic Forum þar sem megin áherslan var á sjálfbærrar uppbyggingar samfélaga í kjölfar heimsfaraldursins
Auk Sasja Beslik fluttu þau Nicole Schwab, Michele Wucker, John McArthur og Halla Tómasdóttir erindi. Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu stýrði fundi og pallborðsumræðum en ráðstefnunni var streymt yfir netið.
Niðurstöður Deloitte úr Grænu vegferðinni, sem send var út til 300 stærstu fyrirtækja landsins um aðgerðir í loftslagsmálum og viðhorf stjórnenda til þeirra voru kynntar.
Rakel Eva Sævarsdóttir flutti erindið. Þar kom fram að helstu niðurstöður gefa vísbendingar um að stjórnendur eru farnir að huga að aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 59% stjórnenda telja loftslagsmál skipta máli fyrir fyrirtæki í dag.
„67% stjórnenda hafa sett sér markmið en um helmingur hefur sett sér mælanleg markmið. Aðeins þriðjungur stjórnenda svöruðu að sjálfbærni væri hluti af viðskiptamódeli fyrirtækisins. Orðspor fyrirtækis var sá þáttur sem hafði mest áhrif á að stjórnendur væru líklegir til að bregðast við loftslagsbreytingum þar á eftir voru það breyttar samfélagslegur áherslur, núverandi og framtíðar starfsfólk og ný viðskiptatækifæri,“ segir í samantekt Festu.