Brynja Baldursdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo segir að grípa þurfi til aðgerða til að jafna kynjahlutföll í framkvæmdastjórnum fyrirtækja.
Ný samantekt Creditinfo leiðir í ljós að konur eru framkvæmdastjórar um 18% fyrirtækja. Sé aðeins horft á þúsund tekjuhæstu fyrirtækin er talan 13%.
„Markmiðasetning er ekki næg ein og sér, aðgerðir þurfa að fylgja. Það þarf hreinlega að ráða fleiri konur til að stýra fyrirtækjum svo það blasir við að það eru stjórnir fyrirtækja sem þurfa að stíga upp,“ segir Brynja meðal annars í Morgunblaðinu í dag.