Dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hefur skipað fimm manns í nýjan Endurupptökudóm sem komið var á fót með lögum þann 1. desember á síðasta ári. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins.
Dómurinn er skipaður fimm dómurum og er honum ætlað að ákveða hvort endurupptaka dómsmála úr héraði, Landsrétti eða Hæstarétti verði heimiluð. Endurupptökudómur hefur aðsetur hjá dómstólasýslunni að Suðurlandsbraut 14 í Reykjavík.
Einn dómari er skipaður frá hverju dómstigi til þess að sitja Endurupptökudóm og tveir til viðbótar sem ekki eru embættisdómarar. Dómarar við Endurupptökudóm eru skipaðir til fimm ára og eru sem hér segir:
Varamenn: