Dæmdur fyrir vörslu á hálfsjálfvirkum riffli

Vopn sem gerð hafa verið upptæk hjá lögreglu.
Vopn sem gerð hafa verið upptæk hjá lögreglu. mbl.is/Ásdís

Maður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir vopnalagabrot með því að eiga og hafa í vörslum sínum hálfsjálfvirkan riffil og rafstuðbyssu, en samkvæmt skráningu í skotvopnaskrá var riffillinn handhlaðinn.

Maðurinn var sektaður um 100.000 krónur eða að sæta átta daga fangelsisvist sem vararefsingu. Riffillinn og rafstuðbyssan voru gerð upptæk ásamt þremur skotgeymum.

Sagði byssusmið ábyrgan

Manninum var einnig gefið að sök að hafa í heimildarleysi breytt eiginleikum riffilsins, sem keyptur hafði verið með heimild lögreglustjóra í júlí 2016, þannig að hann yrði hálfsjálfvirkur. Samkvæmt skráningu á skotvopnaskrá hafði riffillinn verið handhlaðinn.

Sagði hann að byssusmiður sem seldi honum skotvopnið hefði sagt honum að það hefði verið skráð fyrir ákveðna lagabreytingu og væri því löglegt og að hann hefði ekki þekkingu til að breyta vopni á  þennan hátt. Byssusmiðurinn hafnaði því alfarið. 

Ekki þótti nægileg sönnun fyrir að maðurinn hafi gerst sekur um að breyta vopninu og var hann því sýknaður að því leyti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert