Ekkert smit innanlands í gær

Veruleg fækkun hefur orðið á smitum á Íslandi undanfarna daga.
Veruleg fækkun hefur orðið á smitum á Íslandi undanfarna daga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enginn greindist með kórónuveirusmit innanlands í gær. 43 eru í einangrun, 28 eru í sóttkví og 798 eru í skimunarsóttkví. Enginn sem hefur greinst með Covid-19 frá 20. janúar hefur verið utan sóttkvíar. 

Einn greindist með Covid-19 í seinni skimun á landamærunum í gær og tveir bíða niðurstöðu mótefnamælingar. Enginn greindist á landamærunum á miðvikudag. 

Enginn unglingur með Covid-19

Nýgengi smita innanlands miðað við 100 þúsund íbúa síðust tvær vikurnar er nú 6,8 og á landamærunum 7,1.

Alls voru tekin 956 sýni innanlands í gær og 398 á landamærunum. Líkt og undanfarna daga er bara smit að finna á fjórum landsvæðum: höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Suðurlandi og Vesturlandi. Það sem meira er – aðeins er fólk í sóttkví á tveimur fyrrnefndu, 19 á höfuðborgarsvæðinu og 9 á Suðurnesjum. 

Enginn unglingur er með kórónuveiruna á Íslandi annan daginn í röð en alls eru átta börn yngri en 13 ára með virkt smit og 14 á aldrinum 18-29 ára. 

Tölur verða ekki uppfærðar á vefnum covid.is fyrr en á mánudag en hætt er að birta tölur þar um helgar. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert