„Frábært“ að fá bóluefni AstraZeneca

Frá bólusetningu hérlendis við kórónuveirunni í lok desember.
Frá bólusetningu hérlendis við kórónuveirunni í lok desember. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er frábært,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, um að bóluefni AstraZeneca hafi verið samþykkt hér á landi.

Áður en hægt verður að bólusetja með bóluefninu þarf afhendingaráætlun að berast heilsugæslunni frá yfirvöldum og eftir það mun sóttvarnalæknir sjá um að útdeila því.  

Fyrr í vikunni var greint frá því að Ísland fái 13.800 skammta af bóluefni AstraZeneca í febrúar að því gefnu að leyfi fengist fyrir notkun þess.

Spurð út í næstu skref hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir Ragnheiður Ósk að um 2.000 skammtar af bóluefni Pfizer/BioNTech verði afhentir á mánudaginn eða þriðjudaginn. Fólk 90 ára og eldra verður bólusett sem og lögreglumenn og starfsfólk Landhelgisgæslunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert