Framboðsmál í mikilli gerjun

Róbert Marshall í ræðustóli á Alþingi.
Róbert Marshall í ræðustóli á Alþingi. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Áfram berast tíðindi af fólki sem er áhugasamt um þingframboð í haust. Þar koma til sögunnar bæði varaþingmenn, fyrrverandi þingmenn og aðstoðarmenn, í sumum tilvikum er um sama fólk að ræða.

Þar má nefna t.d. Róbert Marshall, fyrrv. þingmann, sem er í pólitísku starfsliði forsætisráðherra og veltir nú alvarlega fyrir sér að fara fram fyrir vinstri græn í Reykjavík, að því er fram kemur í umfjöllun um framboðsmálin í Morgunblaðinu í dag.

Talið er að Sjálfstæðisflokkurinn haldi prófkjör í öllum kjördæmum, en þar er helst horft til síðustu helgar í júní í von um að veiran verði þá að mestu gengin niður. Hvíslað er um að þröngt verði á þingi á lista sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi, því þar þurfi öflugar konur að fá brautargengi án hrókeringa eftir prófkjör líkt og síðast.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert