Næstum þriðjungur starfsmanna bólusettur

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. mbl.is/Arnþór

Nærri lætur að Landspítalinn hafi bólusett þriðjung starfsmanna við kórónuveirunni. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, greinir frá þessu í vikulegum pistli sínum.

„Það er ánægjulegt en við bíðum þó eins og landsmenn aðrir eftir meira bóluefni. Þrátt fyrir þetta þá höldum við okkur áfram við þá forgangsröðun sem birtist í reglugerð heilbrigðisráðherra,“ segir hann og bætir við að sterkasta vopnið sé enn um sinn persónulegar sóttvarnir, svo sem handþvottur, grímunotkun og fjarlægðarmörk.

Áríðandi sé að muna að þær reglur gildi einnig um þá sem bólusettir hafa verið, innan og utan Landspítala.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert