Öskurherferðin „Let it out“ vann til verðlauna

Mynd úr herferðinni Let it out.
Mynd úr herferðinni Let it out. Mynd frá Íslandsstofu

„Let it out“ markaðsherferferðin sem stundum er köllum öskurherferð Íslandsstofu vann til Digiday markaðsverlaunanna í gær. Þetta kemur fram á vef Íslandsstofu. 

Myndbandið sem hvatti fólk til þátttöku í Let it Out herferðinni vann í flokknum besta auglýsingin.

„Það voru M&C Saatchi og Peel auglýsingastofa sem unnu handrit og hugmyndavinnu að myndbandinu, en framleiðslufyrirtækið Skot sá um upptökur og framleiðslu. Leikstjórn var í höndum þeirra Samúels Bjarka Péturssonar og Gunnars Páls Ólafssonar, en Úlfur Eldjárn samdi tónlistina,“ segir á vef Íslandsstofu. 

Let it out herferðin gekk út að bjóða tilvonandi ferðamönnum að losa Covid-tengda streitu með að taka upp öskur sín og þeim svo boðið að fylgjast með þeim hljóma í gulum hátölurum í ólíkum landshlutum Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert