„Let it out“ markaðsherferferðin sem stundum er köllum öskurherferð Íslandsstofu vann til Digiday markaðsverlaunanna í gær. Þetta kemur fram á vef Íslandsstofu.
Myndbandið sem hvatti fólk til þátttöku í Let it Out herferðinni vann í flokknum besta auglýsingin.
„Það voru M&C Saatchi og Peel auglýsingastofa sem unnu handrit og hugmyndavinnu að myndbandinu, en framleiðslufyrirtækið Skot sá um upptökur og framleiðslu. Leikstjórn var í höndum þeirra Samúels Bjarka Péturssonar og Gunnars Páls Ólafssonar, en Úlfur Eldjárn samdi tónlistina,“ segir á vef Íslandsstofu.
Let it out herferðin gekk út að bjóða tilvonandi ferðamönnum að losa Covid-tengda streitu með að taka upp öskur sín og þeim svo boðið að fylgjast með þeim hljóma í gulum hátölurum í ólíkum landshlutum Íslands.