„Svakalegt frost“ á Akureyri

Búið er að ryðja götur á Akureyri.
Búið er að ryðja götur á Akureyri. mbl.is/Þorgeir

Það er „svakalegt frost“ á Akureyri en veðrið er engu að síður fallegt. Þetta segir varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra spurður út í veður og færð í bænum.

Klukkan þrjú í nótt var 22 stiga frost á flugvellinum á Akureyri en á sama tíma mældist 15 stiga frost við lögreglustöðina inni í bænum.

Að störfum í snjónum á Akureyri
Að störfum í snjónum á Akureyri mbl.is/Þorgeir

Að sögn varðstjórans hefur færðin verið góð undanfarna daga, bæði á Akureyri og í nágrenni, enda ekkert snjóað. Mikil snjókoma var um síðustu helgi og sátu margir bílar fastir í kjölfarið. Eftir að búið var að moka hefur færðin verið góð og allar leiðir meira og minna greiðfærar.

mbl.is/Þorgeir
Frá Húsavík.
Frá Húsavík. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert