Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í um þrjátíu sjúkraflutninga í nótt. Tvær ferðir voru farnar á dælubíl.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var fyrst farið á dælubíl vegna þess að það heyrðist í reykskynjara en enginn hætta var þar á ferð.
Hins vegar taldi öryggisvörður hjá heildsölu sig finna reykjarlykt. Slökkviliðið fann ekkert athugavert þegar á staðinn var komið.