Gönguskíðaáhugi Íslendinga fer vaxandi ár frá ári og hefur aldrei verið meiri. Á góðum degi eru yfir þúsund manns í Bláfjöllum á gönguskíðum.
Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins er rætt við tvær konur sem eru helteknar af íþróttinni. Einnig er rætt við verslunarmenn sem hafa ekki undan því sala á gönguskíðum hefur margfaldast á síðustu mánuðum.
„Þetta er gríðarlegt magn. Við höfum selt vel yfir þúsund skíði á þessum vetri,“ segir Magnús Magnússon, sölustjóri hjá Everest, og segir að sömu sögu mætti segja um alla Evrópu.
„Það hefur verið gríðarleg aukning og í raun uppgangur í sportinu síðustu fimm ár. En það er sprenging núna,“ segir Magnús.