Spáð er norðlægri átt, 5 til 13 metrum á sekúndu, en hægari á Norðurlandi síðdegis.
Lítils háttar él verða á víð og dreif en þurrt að kalla vestanlands.
Á morgun verður hæg austlæg eða breytileg átt en strekkingur með suðurströndinni. Víða verður bjartviðri en stöku él sunnan- og vestanlands.
Frost verður á bilinu 3 til 13 stig en kaldara á stöku stað.