Byrja íslensk börn of snemma í skóla?

Hermundur Sigmundsson prófessor við Háskólann í Reykjavík og Norska tækni- …
Hermundur Sigmundsson prófessor við Háskólann í Reykjavík og Norska tækni- og vísindaháskólann í Þrándheimi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Rétt eins og hér þá eru drengir í Finnlandi langt á eftir stúlkunum í lesskilningi en samt eru finnsku drengirnir á undan stúlkunum okkar. Það segir sína sögu.“

Þetta segir Hermundur Sigmundsson prófessor í samtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um vanda íslenskra drengja í skólakerfinu en sex af hverjum tíu sem klára stúdentspróf eru stúlkur og 66% þeirra sem ljúka háskólaprófi.

Hermundur segir áhugavert að í Finnlandi hefjist grunnskólagangan við sjö ára aldur, finnskir fræðimenn haldi því fram að börn séu upp til hópa ekki tilbúin fyrr, sérstaklega drengirnir. Þess má geta að finnskt skólakerfi hefur hlotið mikið lof og er öðrum löndum fyrirmynd, auk þess sem þeir eru meðal hæstu þjóða í alþjóðlegu PISA-könnununum, að sögn Hermundar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert