Klakastíflur geta losnað og flætt yfir veginn

Bíll á ferðinni hjá brúnni yfir Jökulsá á Fjöllum.
Bíll á ferðinni hjá brúnni yfir Jökulsá á Fjöllum. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Vatnshæðin í Jökulsá á Fjöllum er komin í 534 sentímetra og hefur hún verið að aukast síðan í gær. Flætt getur yfir þjóðveginn við ána.

Að sögn Einars Hjörleifssonar, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands, er allt frosið á svæðinu og mikill krapaklaki. Ekki er útilokað að klakastíflur rofni, sem geti þar með losnað og flætt yfir veginn, sem átti að opna klukkan níu í morgun.

mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Starfsmenn frá Vegagerðinni eru á vettvangi og geta þeir brugðist við með litlum fyrirvara og lokað honum aftur.

Veðurstofan mun funda síðar í dag með almannavörnum og Vegagerðinni um stöðu mála á svæðinu.  

mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert