Nýtt hótel austan við Geysi

Geysir hefur mikið aðdráttarafl og þangað mun fólk flykkjast á …
Geysir hefur mikið aðdráttarafl og þangað mun fólk flykkjast á ný þegar löndin opnast aftur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Verið er að deiliskipuleggja jörðina Brúarhvamm sem er rétt austan við Geysi og er áformað að byggja þar allt að 100 herbergja hótel ásamt gistiheimili með 10 smáhýsum.

Kvótasalan á jörðina Brúarhvamm sem er við leiðina á milli Geysis og Gullfoss. Svavar Þorsteinsson framkvæmdastjóri segir að landið sér einstaklega vel staðsett og þaðan sé fallegt útsýni. Því sé upplagt að bjóða ferðamönnum að sækja staðinn heim. Í raun sé ekki hægt að sleppa þessu tækifæri.

Svavar segir að uppbyggingin sé langtímaverkefni, verði tekin fyrir í áföngum á næstu þremur til fimm árum. Hann er viss um að ferðaþjónustan í landinu verði komin aftur á skrið á þeim tíma.

Fyrirhuguð uppbygging er sunnan Biskupstungnabrautar og skammt austan við bakka Tungufljóts. Hótelið verður við leiðina á milli Geysis og Gullfoss og er Brúarhvammur skammt frá Geysi. Á Geysi er stórt hótel og einnig er hótel við Gullfoss. Telur Svavar að spurn sé eftir fleiri herbergjum á þessu svæði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert