210 tilkynningar hafa nú borist Lyfjastofnun vegna gruns um aukaverkanir í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Af þeim tilkynningum eru 12 skilgreindar sem alvarlegar.
Þetta kemur fram á vefsíðu Lyfjastofnunar. Samtals hefur 141 tilkynning borist stofnuninni vegna bóluefnis Pfizer og BioNTech, þar af 11 alvarlegar, og 69 tilkynningar vegna Moderna-efnisins, þar af ein alvarleg.
10 tilkynningar, og af þeim ein alvarleg, hafa því bæst við síðan á miðvikudag.
Áttunda andlátið sem átti sér stað eftir bólusetningu gegn Covid-19 var tilkynnt til Lyfjastofnunar á þriðjudag, en Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri segir að engin tengsl hafi fundist á milli andlátsins og bólusetningarinnar.