Einn var með heppnina með sér í lottóútdrætti kvöldsins, en það var viðskiptavinur hjá Olís við Langatanga í Mosfellsbæ. Hann var með allar tölurnar réttar og fær því rúmlega 21,2 milljónir í vinning.
Enginn var með bónusvinninginn sem var upp á rúmlega 900 þúsund og verður hann þrefaldur í næstu viku, að því er segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá.
Fimm voru með annan vinning í Jóker og fá þeir 100 þúsund krónur hver.