Óbreytt staða er í Jökulsá á Fjöllum að sögn Jóhanns K. Jóhannssonar, upplýsingafulltrúa Almannavarna. Vatnshæð árinnar er mikil og hefur aukist enn frekar síðan í gær eins og kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Flætt getur yfir þjóðveginn við ána.
Núverandi ráðstafanir munu haldast óbreyttar fram á mánudag að sögn Jóhanns. Það þýðir að vegurinn er lokaður á kvöldin, á milli 18 og til níu á morgnana á meðan skyggni er vont.
„En þess á milli, yfir dagtímann, er umferðarstýring á svæðinu,“ bætti Jóhann við.
Samkvæmt tilkynningu Veðurstofnunnar sýnir mælir við brúna að vatnshæð hefur aukist rólega frá því klukkan 15 í gær og sjáanleg hækkun í ánni.
„Stöðugt er verið að meta aðstæður við brúna og á veginum í næsta nágrenni. Reglulegir stöðufundir eru haldnir til að leggja frekara mat á aðstæður og þróun mála,“ segir í tilkynningunni.