Það verður hægur vindur í dag og léttskýjað en austan og suðaustan 8 til 13 metrar á sekúndu og stöku él við suður- og vesturströndina.
Frost verður 2 til 12 stig, kaldast í innsveitum norðaustantil. Hlýnar heldur syðra þegar líður á daginn.
Á morgun er spáð suðlægri átt, 3 til 8 m/s, en áfram 8 til 13 með suðurströndinni.
Skýjað verður með köflum en dálítil él suðaustantil. Áfram verður frost en syðst verður við frostmark.