Bindin fram í febrúar

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, skartaði þessu fína fiskabindi í desember.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, skartaði þessu fína fiskabindi í desember. AFP

Á morgun hefst landsátakið Bindin fram í níunda sinn hér á landi. Átakið er hvatning til allra um að nota hálsbindi í febrúar. 

Fram kemur í tilkynningu frá skipuleggjendum átaksins að markmiðið með því sé að auka fjölbreytta bindanotkun á Íslandi í leik og starfi og að vekja athygli á því að bindi er hægt að nota bæði hversdagslega og við hátíðleg tækifæri óháð kyni, aldri og starfi.

Stendur átakið yfir allan febrúarmánuð og verður hægt að fylgjast með því bæði á Facebook og Instagram undir nafninu bindinfram.

Þar er hægt að skoða áhugaverð bindi, læra bindishnútagerð, læra um sögu binda, taka þátt í umræðu um bindi og senda inn bindamyndir.

„Allir sem bindi geta valdið eru eru hvattir til að taka þátt með því að deila myndum og færslum á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #bindinfram,“ segir í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert