Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Sex smit greindust á landamærunum. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarna, en um bráðabirgðatölur er að ræða.
Tvö smit greindust innanlands á miðvikudag, ekkert smit á fimmtudag og eitt á föstudag. Enginn hefur greinst utan sóttkvíar frá 20. janúar.
Tölur verða ekki uppfærðar á vefnum covid.is fyrr en á mánudag en hætt er að birta tölur þar um helgar.