Fólk verið duglegra að muna eftir grímunum

Skíðamenn í stuði í Hlíðarfjalli.
Skíðamenn í stuði í Hlíðarfjalli. mbl.is/Þorgeir

Um fimm hundruð manns hafa skíðað í Hlíðarfjalli á Akureyri það sem af er degi, enda skíðafærið gott. Enginn vindur hefur verið, heiðskírt og sól, að sögn forstöðumannsins Brynjars Helga Ásgeirssonar.

Fleira fólk var þó á svæðinu í gær þrátt fyrir að skilyrðin hafi ekki verið alveg eins góð en skýjað var allan daginn.

mbl.is/Þorgeir

Uppselt var á svæðið í gær, bæði í fyrra og seinna „slottið“ milli klukkan 10 og 13 annars vegar og 14 og 17 hins vegar. Á netinu eru seldir 600 miðar og til viðbótar er gert ráð fyrir 200 til 250 árskortshöfum.

„Þetta er búið að ganga rosalega vel. Á föstudaginn hefði fólk mátt muna betur eftir grímunum en það var miklu betra í gær og dag,“ segir Brynjar og bætir við að starfsfólkið hafi verið duglegt að minna á tveggja metra regluna.

mbl.is/Þorgeir

Þetta er önnur helgin í röð sem Hlíðarfjall er opið og segir Brynjar að fólk sé farið að átta sig betur á sóttvarnareglunum sem eru í gangi.

„Við erum bara rosalega ánægð að geta opnað, það er númer eitt, tvö og þrjú. Það er búið að vera lokað í 10 mánuði og það hefur verið erfitt. Það er gott að vera með starfsemi þó að hún sé takmörkuð,“ segir hann.

mbl.is/Þorgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert