Snúið að finna heimili með hundinn

00:00
00:00

Það get­ur verið hæg­ara sagt en gert að finna sér heim­ili ef einn í fjöl­skyld­unni er á fjór­um fót­um. Það er reynsla Ein­ars Al­ex­and­ers Ey­munds­son­ar hunda­eig­anda, sem fékk samþykkt til­boð í drauma­í­búðina á dög­un­um en þá átti eft­ir að sann­færa aðra um að hund­ur­inn Flóki væri góð viðbót í stiga­gang­inn. Sam­kvæmt laga­setn­ingu frá ár­inu 2011 þurfa tveir þriðju íbúa að veita samþykki fyr­ir hunda- og katta­haldi þegar inn­gang­ur eða stiga­gang­ur er sam­eig­in­leg­ur. 

Í mynd­skeiðinu er tekið hús á þeim Ein­ari og Flóka og farið yfir ferlið sem endaði með því að íbú­ar og íbúðar­eig­end­ur í stiga­gang­in­um sem tel­ur 18 íbúðir kusu að leyfa ekki hunda­hald í blokk­inni. 

Fram­fara­skref á und­an­förn­um ára­tug

Laga­setn­ing­in frá ár­inu 2012 þótti mikið fram­fara­skref fyr­ir hunda- og katta­eig­end­ur „af því að eins og flestall­ir vita þá er alltaf einn leiðin­leg­ur sem seg­ir bara nei við öllu,“ seg­ir Tinna Andrés­dótt­ir, lög­fræðing­ur hjá Hús­eig­enda­fé­lag­inu, um stöðu þess­ara mála. Síðan þá hef­ur veru­lega dregið úr ágrein­ings­mál­um sem ber­ist fé­lag­inu á þessu sviði. Það sem helst komi upp á borð sé mat fólks á því hvað telj­ist sem sam­eig­in­leg­ur inn­gang­ur. Eig­end­ur fer­fætl­inga hafa gjarn­an kosið eign­ir á jarðhæð þar sem sé aðgengi út á pall eða út í garð. 

Í des­em­ber í fyrra komst kær­u­nefnd húsa­mála hins veg­ar að því að ekki væri hægt að fall­ast á að slík­ir inn­gang­ar teld­ust aðal­inn­gang­ar. Það þýðir að sé aðal­inn­gang­ur íbúðar í sam­eign þarf leyfi hjá 2/​3 íbúa í sam­eign­inni fyr­ir dýra­haldi. Úrsk­urð nefnd­ar­inn­ar má skoða hér og Tinna seg­ir niður­stöðuna geta haft tals­verða þýðingu fyr­ir fjölda fólks.   

Hér er svo að finna listi­lega skrifaða grein um dýra­hald í fjöl­býli á vef Hús­eig­enda­fé­lags­ins. 

Þétt­ing byggðar hef­ur áhrif

Álita­mál tengd dýra­haldi í fjöl­býli koma reglu­lega inn á borð Fé­lags ábyrgra hunda­eig­enda. Guðfinna Kona Krist­ins­dótt­ir sit­ur í stjórn fé­lags­ins og hún seg­ir að al­mennt sé menn­ing tengd hunda­haldi skammt á veg kom­in hér­lend­is. Ekki fyrr en árið 2006 hafi bann við hunda­haldi verið af­numið í Reykja­vík og ein­ung­is séu fá­ein ár síðan hund­ar hafi verið bannaðir á Lauga­veg­in­um og í Strætó.

Á sama tíma og hunda­eign auk­ist jafnt og þétt í sam­fé­lag­inu sé það yf­ir­lýst stefna á höfuðborg­ar­svæðinu að þétta byggð. Af því leiðir að hlut­fall fólks sem býr í fjöl­býli fari einnig hækk­andi. 

Uppbygging í Vogabyggð þar sem búast má við mörgum fjölbýlishúsum.
Upp­bygg­ing í Voga­byggð þar sem bú­ast má við mörg­um fjöl­býl­is­hús­um. Eggert Jó­hann­es­son

Við höf­um fengið marg­ar reynslu­sög­ur frá hunda­eig­end­um sem hafa þurft að selja íbúðina sína vegna breyt­inga á regl­um hús­fé­laga þótt ekk­ert vanda­mál hafi verið vegna hunds­ins. Þá hafi eig­end­ur íbúða breyst og hús­fé­lagið til dæm­is ákveðið að banna allt hunda­hald til að fyr­ir­byggja vanda­mál í framtíðinni og þar með er verið að banna þá hunda sem fyr­ir eru í leiðinni,“ seg­ir hún en einnig er rætt við Guðfinnu í meðfylgj­andi mynd­skeiði. 

Afstaða fé­lags­ins er að leyfa beri gælu­dýra­hald al­mennt í fjöl­býli og ekki krefjast samþykk­is annarra eig­enda íbúða, en tekið yrði á vanda­mál­um ef þau koma upp eins og hverju öðru vanda­máli sem get­ur komið upp í fjöl­býli. Þetta myndi færa reglu­verk í kring­um dýra­hald nær því sem þekk­ist í ná­granna­lönd­un­um að sögn Guðfinnu.

Hundalíf hefur orðið sífellt stærri hluti af íslensku samfélagi á …
Hunda­líf hef­ur orðið sí­fellt stærri hluti af ís­lensku sam­fé­lagi á skömm­um tíma. AFP

Viðhorf fólks von­brigði

Ein­ar Al­ex­and­er og Flóki eru því aft­ur komn­ir í hús­næðis­leit en hann hef­ur ekki mikl­ar áhyggj­ur af því sem slíku. „Jú jú, við finn­um okk­ur ein­hvers staðar íbúð. Ég var bara von­svik­inn yfir því hvernig viðhorf hjá sum­um var gagn­vart hund­um. Fólk ger­ir sér ekki al­veg grein fyr­ir því hvað þetta eru ljúf dýr oft,“ seg­ir hann. Engu hafi breytt þó hann hafi tjáð fólki að hann hafi farið á nám­skeið og í einka­tíma með Flóka til að und­ir­búa þá sem best fyr­ir þátt­töku sína í sam­fé­lag­inu.  

„Þegar ég storkaði þessu viðmiði, að dýr eigi bara ekki heima í fjöl­býli, fékk ég ýms­ar sög­ur eins og frá ein­hverj­um sem var næst­um því bit­inn einu sinni. Þá fór það sam­tal ekk­ert lengra af því að ég veit ekki hvað ég á að segja við því,“ seg­ir Ein­ar Al­ex­and­er og bæt­ir því við að þetta virðist vera viðmiðið hjá of mörg­um, að hund­ar séu ótam­in dýr.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert