Framhluti Boeing 757-208 þotunnar Surtseyjar, sem Icelandair hefur tilkynnt að verði afhentur Flugsafni Íslands á Akureyri, á eftir að setja mikinn svip á safnið þegar fram líða stundir.
Framhlutinn mun skaga út úr norðurgafli safnsins og innangengt verður í þotuna úr safninu, að því er fram kemur í frétt á Akureyri.net.
Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands, segir í samtali við Akureyri.net að vélin sé geymd í Keflavík en verði flutt norður þegar hentar.
Vegna þess að innangengt verði í vélina úr safni telst hún viðbygging og því þurfi byggingaleyfi áður en hafist verður handa en ekki er ljóst hvenær hún verður komin á sinn stað.