Eitt smit á föstudag, ekkert um helgina

AFP

Eitt kórónuveirusmit greindist innanlands á föstudag en ekkert um helgina. Nýgengi innanlandssmita síðustu 14 daga er orðið 5,7 á hverja 100.000 íbúa. Sá sem greindist á föstudag var í sóttkví.

Eitt virkt smit greindist við fyrstu skimun við landamærin um helgina og jafnframt eitt virkt í annarri skimun. Einn sem greindist á landamærunum um helgina reyndist vera með mótefni og niðurstöðu mótefnamælingar er beðið í átta tilfellum.

Aðeins voru tekin um 400 sýni innanlands um helgina um helgina, og 469 við landamærin.

Fjölgað hefur í skimunarsóttkví en fækkað í sóttkví innanlands. Þá hefur þeim fækkað sem liggja á sjúkrahúsi úr 17 í 14.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert