Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á fjórða tímanum í dag vegna reyks sem barst frá íbúð í Sólheimahverfi í Reykjavík.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu kviknaði eldur í potti á hellu og tók skamman tíma að slökkva eldinn.
Unnið er að því að reykræsta íbúðina.