Fluttur með þyrlu eftir vélsleðaslys

Maðurinn var staddur á sunnanverðu Snæfellsnesi.
Maðurinn var staddur á sunnanverðu Snæfellsnesi. mbl.is/RAX

Landhelgisgæslan var kölluð út fyrr í kvöld vegna manns sem slasaðist á vélsleða á sunnanverðu Snæfellsnesi.

Þyrla Gæslunnar tók á loft um tíu mínútur yfir átta og lenti á tíunda tímanum hjá Landspítalanum í Fossvogi, að sögn Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar.

Ekki er meira vitað um meiðsli mannsins að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka