Framkvæmdir hefjast í Tryggvagötu við Hafnarhúsið

Nú er komið að því að hefja næsta áfanga verksins …
Nú er komið að því að hefja næsta áfanga verksins sem takmarkast við gatnamót hennar við Naustin annars vegar og Grófarinnar hins vegar. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Hafist var handa við fyrsta áfanga framkvæmdar Reykjavíkurborgar og Veitna við endurnýjun Tryggvagötu síðastliðið sumar. Nú er komið að því að hefja næsta áfanga verksins sem takmarkast við gatnamót hennar við Naustin annars vegar og Grófarinnar hins vegar.

Aðgengi gangandi og hjólandi á svæðinu er tryggt en haldið verður opinni gönguleið meðfram Listasafni Reykjavíkur, að því er segir í tilkynningu frá borginni. Akandi umferð um Tryggvagötu verður leidd um hjáleið bak við Hafnarhúsið framhjá framkvæmdasvæðinu eins og sjá má í skýringarmynd sem sjá má hér fyrir neðan. 

Kort/Reykjavíkurborg

Uppmokstur hefst á þessum hluta Tryggvagötunnar í vikunni. Ekki er grafið alla leið að Grófinni í þessum áfanga og verður því aðkoma gesta að Listasafninu eins og venjulega og aðgengi rekstraraðila tryggt. Hagstæð veðurskilyrði eru ástæða þess að hægt er að byrja á þessum áfanga nú. Þetta ætti að gefa rýmri tíma til að rannsaka og skrásetja þær fornleifar sem mögulega liggja þarna í jörðu, segir m.a. í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka