„Hrikalegt“ að sjá íslensku jöklana hverfa

Vísindamenn gera ráð fyrir því að Skaftafellsjökull hafi minnkað um …
Vísindamenn gera ráð fyrir því að Skaftafellsjökull hafi minnkað um 400 ferkílómetra vegna hlýnunar jarðar. mbl.is/RAX

„Nú og þá: hverfandi jöklar Íslands,“ er yfirskrift umfjöllunar BBC um íslenska jökla sem hafa munað fífil sinn fegurri og eru nú á undanhaldi. Þar er rætt við feðgana Colin og Kiernan Baxter. Colin Baxter, faðirinn, er ljósmyndari og kom hingað til lands árið 1989 og myndaði Skaftafellsjökul. 30 árum síðar fór Kiernan Baxter til Íslands og myndaði sama jökul.

Breytingin sem sjá má á myndum þeirra feðga, sem eru aðgengilegar á vef BBC, er verulega mikil enda Skaftafellsjökull nú mun minni en áður. Vísindamenn gera ráð fyrir því að hann hafi minnkað um 400 ferkílómetra vegna hlýnunar jarðar. 

Bráðnun jökla vísbending um loftslagsbreytingar

„Ég ólst upp við að heimsækja þessa mögnuðu staði og öðlaðist skilning á rólegum krafti þessa landlags,“ sagði Kirean Baxter, sem starfar sem lektor við háskólann í Dundee. 

„Persónulega finnst mér hrikalegt að sjá [jöklana] breytast svona gífurlega á undanförnum áratugum. Á yfirborðinu er oft erfitt að sjá umfang loftslagsbreytinga en hér sjáum við skýrt hversu alvarlegt ástandið er,“ sagði Kieran Baxter. 

Á heimsvísu er bráðnun jökla talin ein helsta vísbendingin um það hvernig loftslag heimsins hlýnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka