Mikil uppsöfnuð skíðaþörf

Mikil uppsöfnuð skíðaþörf er hjá landsmönnum en skíðabúnaður hefur rokið úr verslunum. Góð stemning var í Hlíðarfjalli um helgina þar sem opið var samkvæmt takmörkunum Almannavarna. Brynj­ar Helgi Ásgeirs­son­ forstöðumaður skíðasvæðisins segir augljóst að gönguskíðaæði hafi gripið landann. 

„Það er í raun uppseldur allur gönguskíðabúnaður á landinu,“ segir Brynjar sem segist aldrei hafa séð aðra eins sprengingu á sínum ferli í fjallinu. Þar var hægt að taka á móti 25% af leyfilegum hámarksfjölda um helgina sem gekk að mestu vel að hans sögn. 

Í myndskeiðinu má sjá myndir sem Þorgeir Baldursson tók fyrir norðan um helgina þegar fólk skíðaði í frábæru færi á svæðinu. Hægt er að kynna sér reglur sem gilda á skíðasvæðum landsins hér. Nú er í gildi leið svokölluð leið 4 þar sem tveggja metra regla og grímuskylda eru í gildi ásamt því að veitingasala er lokuð. 

Fjallað var um gönguskíðaæði landans í Morgunblaðinu um helgina og lesa má hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka