Árið 2012 var nýtingarhlutfall á Laugalandi 98,4%. Hlutfallið féll niður í 77,1% árið 2018, 50% árið 2019 og 29,6% árið 2020.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur hóp­ur fyrr­ver­andi skjól­stæðinga, aðstand­enda og fagaðila á Laugalandi í Eyjaf­irði sett á fót síðu sem held­ur utan um áskor­un þeirra til fé­lags- og barna­málaráðherra og for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu um að loka ekki úrræðinu.

Síðan ber yf­ir­skrift­ina „Lauga­land bjargaði mér“ og má þar finna fjölda frá­sagna þjón­ustuþega úrræðis­ins sem og frá starfs­fólki þess. 

Starfs­mönn­um meðferðaheim­il­is­ins var til­kynnt um lok­un þess 20. janú­ar. Til stend­ur að loka því 30. júní nk.