Handleggir Guðmundar Felix Grétarssonar eru farnir að taka á sig mynd. Í dag birtir Guðmundur mynd á facebooksíðu sinni sem sýnir hvernig þeir líta út eftir að saumarnir voru fjarlægðir.
Guðmundur gekkst nýverið undir aðgerð þar sem græddir voru á hann handleggir. Aðgerðin þykir marka tímamót en Guðmundur sagði í samtali við mbl.is í gær að ferlið fram undan væri maraþon.
Hann hefur enga hreyfigetu né tilfinningu í handleggjunum enn, þar sem taugarnar hans eiga eftir að vaxa út í þá.
„Ef við miðum við millimetra á dag verð ég kannski kominn með taugar niður í olnboga eftir ár, og niður í fingur eftir tvö ár. En þar sem þetta var framkvæmt núna í fyrsta skipti veit enginn hvort taugarnar munu gróa alla leið,“ sagði Guðmundur í gær.
Honum heilsast vel og er stefnt að útskrift af spítalanum hinn 15. febrúar.
So this is how it looks after they have removed the stitches today 💪💪 #armstransplant #greffedebras #newhands...
Posted by Felix Gretarsson - Coaching on Monday, 1 February 2021