Svandís ræðir við Þórólf um tilslakanir í dag

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Eggert Jóhannesson

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að hún muni hitta Þórólf Guðnason sóttvarnalæknir síðar í dag vegna hugsanlegra tilslaka á reglum um sóttvarnir hér á landi.

Þetta staðfestið Svandís í samtali við mbl.is. Hún segir tómt mál að ræða það hvernig hugsanlegar tilslakanir muni líta út eða hvenær nákvæmlega muni til þeirra koma. „Það er ekki tímabært að ræða það hvenær muni koma til þessara tilslakana. Hins vegar á ég von á því að það verði rætt hvort ekki verði hægt að kynna tilslakanir áður en 17. febrúar rennur upp,“ segir Svandís. 

Eins og fram hefur komið máli Þórólfs kemur vel til greina að létta á takmörkunum. 20 manns mega koma sam­an sam­kvæmt regl­um sem hafa verið í gildi síðustu vik­ur og eiga að gilda til 17. fe­brú­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert