Sýndu þitt innra bindi í febrúar

„Þetta er spurning um að sýna þitt innra bindi, að finna það sem hæfir þér,“ segir bindisáhugamaðurinn Óskar Þór Þráinsson en hann hefur um árabil vakið athygli á gleðinni í bindisnotkun með átakinu Bindin fram í febrúar. Upphafið má rekja til þess þegar neikvæð umræða einkenndi bindisnotkun.

„Þetta var á þeim tíma þegar verið var að afnema bindisskyldu á Alþingi. Það var svona neikvæð umræða og fólk sá þetta fyrir sér sem eitthvert stofnanalegt fyrirbæri,“ segir Óskar. Það sé þó af og frá þar sem falleg bindi gefi lífinu lit. Hægt er að fylgjast með og taka þátt í átakinu á samfélagsmiðlum: #bindinfram.

Í myndskeiðinu sýnir Óskar okkur nokkur vel valin bindi úr eigin safni en sjálfur er hann hrifinn af litríkum bindum sem nutu vinsælda á áttunda áratugnum. 

Hér fyrir neðan má sjá gamalt innslag úr smiðju mbl.is sem var gert á þeim tíma sem bindisskyldan var afnumin á Alþingi árið 2009. Rætt er við nokkra þingmenn um breytinguna þar sem ekki voru allir á sama máli eins og vill verða við Austurvöll.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka