Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðaði til upplýsingafundar klukkan 11:00 í dag. Fundurinn var sýndur í beinni útsendingu en upptöku frá fundinum má sjá hér.
Á fundinum fór Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn yfir stöðu mála hvað varðar framgang kórónuveirufaraldursins hérlendis.
Gestur fundarins var Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.