Þjófar staðnir að verki

Lögregla handtók þrjá þjófa sem staðnir voru að verki í morgun. Annars vegar er um að ræða tilkynningu frá lögreglustöð 3 sem hefur umsjón með Kópavogi og Breiðholti, en þar kemur fram að húsráðandi hafi vaknað rétt fyrir klukkan sex í morgun við hávaða fyrir utan.

Tók húsráðandi eftir því að búið var að taka vespu og fór hann þá út ásamt fleira heimilisfólki og fann meinta gerendur, sem voru bæði handtekin af lögreglu.

Í Árbæ var svo tilkynnt um yfirstandandi innbrot og handtók lögregla einn á vettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka