Uppbókað hjá Píeta frá morgni til kvölds

Samtök gegn sjálfsvígum. Starfsemi Píeta hófst 2017 hér á landi.
Samtök gegn sjálfsvígum. Starfsemi Píeta hófst 2017 hér á landi. mbl/Golli

Þörfin fyrir þjónustu Píeta-samtakanna, sem sinna forvarnastarfi gegn sjálfsvígum, er mikil og aðsókn er að aukast verulega í þjónustuna, að sögn Kristínar Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna.

Þeim sem leita aðstoðar samtakanna fjölgar verulega á milli ára og oft reynist desembermánuður mörgum einkar erfiður. Til marks um aukna aðsókn er sú tölfræði að 537 einstaklingar hringdu í hjálparsíma Píeta í desember 2020 en 194 í sama mánuði árið áður. Það er um 176% aukning á milli ára, en þar spilar einnig inn í að nú er síminn opinn allan sólarhringinn.

„Við fögnum því að fólk virðist viljugra að leita sér hjálpar og gera það og sömuleiðis vita fleiri af okkur en það er samt svoleiðis að starfsemi okkar hefur fimmfaldast. Í fyrra voru samtals rúmlega 4.000 viðtalsstundir hjá okkur, þannig að þetta er mjög mikið, og nú í janúar eru viðtöl yfir 500 talsins,“ segir Kristín meðal annars í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert